Það eru að minnsta kosti fjórar hliðar á fiskveiðistjórnarkerfinu

Á að stjórna sókninni með kílóa-kvóta eða sóknarkvóta ?

Það á að stjórna sókninni með sóknarkvóta, því brottkast er stórt vandamál og það mundi hverfa. Lærum af Færeyjingum.

Er Hafró með hlutina á tæru eða er fiskifræðin jafn óábyggileg og veðurfræðin ?

Reynsla undanfarinna áratuga sýnir það. Skil ekki af hverju það á að gefa þeim séns í tvö ár í viðbót. Það sem maður les eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing virðist mér meira sannfærandi.

Er útgerðamaðurinn einn eigandi kvótans eða er hann sameign sjávarbyggðarinnar ?

Hann er sameign sjávarbyggðarinnar, sjá nánar á: http://halldorgretar.blog.is/blog/halldorgretar/entry/228130/

Eru línuveiðar betri en botntrollsveiðar ?

Það ætti að banna snurvoð , botntroll og flottroll innan 50 mílna landhelginnar, en leyfa mjög rúma sókn á línu og færi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband