26.4.2009 | 22:35
Spákonur eða bara spyrja þjóðina
Það er bara tvennt til:
* Fá Völvu Vikunnar til að segja okkur hvað þjóðin vill.
* Spyrja þjóðina beint að þessu.
Rosalega vex mönnum það í augum að spyrja þjóðina jafn einfaldrar spurningar. Hvernig væri að þjóðinni væri boðið að logga sig inn á rafrænu skattasíðuna sína um næstu helgi og svara þessu !?
"Vilt þú fara í aðildarviðræður við ESB í sumar ? "
Þjóðin vill fara í aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2007 | 23:24
Það eru að minnsta kosti fjórar hliðar á fiskveiðistjórnarkerfinu
Á að stjórna sókninni með kílóa-kvóta eða sóknarkvóta ?
Það á að stjórna sókninni með sóknarkvóta, því brottkast er stórt vandamál og það mundi hverfa. Lærum af Færeyjingum.
Er Hafró með hlutina á tæru eða er fiskifræðin jafn óábyggileg og veðurfræðin ?
Reynsla undanfarinna áratuga sýnir það. Skil ekki af hverju það á að gefa þeim séns í tvö ár í viðbót. Það sem maður les eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing virðist mér meira sannfærandi.
Er útgerðamaðurinn einn eigandi kvótans eða er hann sameign sjávarbyggðarinnar ?
Hann er sameign sjávarbyggðarinnar, sjá nánar á: http://halldorgretar.blog.is/blog/halldorgretar/entry/228130/
Eru línuveiðar betri en botntrollsveiðar ?
Það ætti að banna snurvoð , botntroll og flottroll innan 50 mílna landhelginnar, en leyfa mjög rúma sókn á línu og færi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2007 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 23:07
Það er ekki lýðræði á Íslandi
Ég held að undirstaðan undir gott framtíðarland sé lýðræði.
Ákvarðanir um framtíðina og nútíðina þurfa að vera gerðar í sátt við þjóðina. Þjóðin mun aldrei verða fullkomlega sammála um stefnu í mikilvægum málum, hvort sem það eru virkjanir, álver, innganga í Evrópusamband, landbúnaðarmál, hernað í Írak, kvóta ...
En ef við getum komið upp góðu og lýðræðislegu kerfi á Íslandi þá er hægt að taka lýðræðislegar ákvarðanir sem sátt er um.
Ég held að fólki finnist ekki vera lýðræði á Íslandi í dag. Stjórnmálaflokkar, Alþingi og ríkisstjórn er það kerfi sem við notum í dag, en það er orðið úrelt og endurspeglar ekki hug þjóðarinnar. Hvort sem það er vegna kerfisins sjálfs, úrkynjunar þess eða misnotkunar veit ég ekki.
Það þarf því að koma á nýju kerfi sem getur bæði á hraðvirkan (kosningar á fjögurra ára fresti eru ekki hraðvirkar!) og áreiðanlega hátt komið vilja þjóðarinnar fram. Ég held að nota megi rafræn skattskil þjóðarinnar sem fyrirmynd. Af hverju eigum við ekki að geta greitt atkvæði á rafrænan hátt um mikilvæg mál eins og að skila skattaskýrslunni ?
Við Íslendingar erum annáluð lýðræðisþjóð með elsta Alþingið og allt það, er ekki upplagt að við höfum forristu um að koma á alvöru nútímalegu lýðræði sem getur orðið öðrum þjóðum fyrirmynd ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 22:59
Það verður náttúrulega að leika í stöðunni ..
.. ekki gengur að hugsa þar til menn falla á tíma. "Gerð verður sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða." (úr sáttmálanum)
Ef ríkisstjórnin ætlar bara að halda að sér höndum og falla á tíma þá er hún aum.
Mín skoðun er að það eigi að hætta að tala um kvóta/veiðiheimildir og fara að tala um fjöregg byggðanna. Hugsanlega getur verið rétt að kaup og sala á fjöreggi byggðanna skapi aukna hagkvæmni hjá einstaka útgerðaaðilum, en ef ríkisstjórnin er að spá í þjóðhagslega hagkvæmni þá verður hún að hugsa eilítið lengra og líta á heildarmyndina. Það er gífurleg fjárfesting fólgin í hverri sjávarbyggð svo ekki sé spáð í menningar-, sögulegum og tilfinningalegum verðmætum. Ég gæti fallist á að einhver gæti keypt fjöregg einhvers byggðalags, en þá verður að gera þá kröfu til hans að hann stundi útgerð og vinnslu frá viðkomandi plássi. Ef ekki þá verður að gera eðlilegar kröfur á hann eins og t.d. að gera yfirtökutilboð í húseignir, gatnakerfi, hafnir og aðra innviði byggðalagsins sem hann ætlar að rústa.
Síðan eiga bæjarstjórnirnar að hætta að lýsa yfir vonbrigðum með nefndarálit eða aðgerðir/aðgerðaleysi stjórnvalda. Það er orðið dálítið þreytt og skilar engu. Í stað þess eiga að koma kröfur. Við krefjumst þess að .... ef ekki verður gengið að þeim er eðlilegt að fara að hugsa næstu skref.